Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Laxeldi í Arnarfirði. ERLENDUR GÍSLASON Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Um er að ræða vottun sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði gerði vottunaraðilinn alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins sem uppfyllir ekki skilyrði vottunarinnar. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og var umsókn Arnarlax um vottun hluti uppbyggingar gæðakerfis hjá fyrirtækinu. Niðurstaða úttektar vottunaraðilans var birt 27. ágúst síðastliðinn. Af henni að dæma hefur Arnarlax bætt úr ýmsu sem gerðar voru athugasemdir við í ferlinu. Aðgerðir fyrirtækisins duga hins vegar ekki til og eldið fær ekki vottun, að þessu sinni. Vísað er til stöðu lífríkis í nágrenni eldisins en mælingar á súrefnisástandi botnsjávar og fjölbreytileika og magni botndýra í nágrenni eldisins, ná ekki viðmiðum þeirra staðla sem stuðst er við. Þá er tíðni óútskýrðs laxadauða of há hjá Arnarlaxi til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans eða 22 prósent. Að lokum fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið vottunar og áhrif þess á villta laxastofninn hafa ekki verið nægilega rannsökuð. Í niðurstöðunni er þó, með vísan til viðbragða og úrbóta fyrirtækisins í vottunarferlinu, mælt með Arnarlaxi sem umsækjanda um vottun í framtíðinni. „Við erum fullviss um að næsta kynslóð í Laugardal fái vottun,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, gæðastjóri Arnarlax, og segir synjun um vottun á þessu svæði ekki hafa áhrif á fyrirhugaðar umsóknir um vottun fyrir önnur eldissvæði. „Þó fiskurinn í Laugardal standist ekki vottun, það er framleiðslan sem þar er núna, þá er vottunaraðili að segja í þessari samantekt að ferlar og rekstur Arnarlax séu í samræmi við kröfur í ASC-staðlinum,“ segir Þóra. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Um er að ræða vottun sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði gerði vottunaraðilinn alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins sem uppfyllir ekki skilyrði vottunarinnar. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og var umsókn Arnarlax um vottun hluti uppbyggingar gæðakerfis hjá fyrirtækinu. Niðurstaða úttektar vottunaraðilans var birt 27. ágúst síðastliðinn. Af henni að dæma hefur Arnarlax bætt úr ýmsu sem gerðar voru athugasemdir við í ferlinu. Aðgerðir fyrirtækisins duga hins vegar ekki til og eldið fær ekki vottun, að þessu sinni. Vísað er til stöðu lífríkis í nágrenni eldisins en mælingar á súrefnisástandi botnsjávar og fjölbreytileika og magni botndýra í nágrenni eldisins, ná ekki viðmiðum þeirra staðla sem stuðst er við. Þá er tíðni óútskýrðs laxadauða of há hjá Arnarlaxi til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans eða 22 prósent. Að lokum fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið vottunar og áhrif þess á villta laxastofninn hafa ekki verið nægilega rannsökuð. Í niðurstöðunni er þó, með vísan til viðbragða og úrbóta fyrirtækisins í vottunarferlinu, mælt með Arnarlaxi sem umsækjanda um vottun í framtíðinni. „Við erum fullviss um að næsta kynslóð í Laugardal fái vottun,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, gæðastjóri Arnarlax, og segir synjun um vottun á þessu svæði ekki hafa áhrif á fyrirhugaðar umsóknir um vottun fyrir önnur eldissvæði. „Þó fiskurinn í Laugardal standist ekki vottun, það er framleiðslan sem þar er núna, þá er vottunaraðili að segja í þessari samantekt að ferlar og rekstur Arnarlax séu í samræmi við kröfur í ASC-staðlinum,“ segir Þóra.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira