Hútar skutu eldflaug á Sádi-Arabíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Vígamenn Húta standa vörð við trúarathöfn í San'a í Jemen. Vísir/AFp Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira