Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. september 2018 20:30 Farþegar á leið til Færeyja ganga um borð í Airbus A319 þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. Eftir næsta mánuð verður eingöngu hægt að fljúga til Færeyja frá Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það voru á annað hundrað farþega sem gengu um borð í Airbus A319 þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þotur Færeyinga hafa undanfarin 23 ár verið stærstu vélar sem nýtt hafa flugvöll höfuðborgarinnar reglubundið í áætlunarflugi. Fram til ársins 2014 voru notaðar 95 sæta þotur af gerðinni BAe 146, en 144 sæta Airbus-vélar tóku við keflinu fyrir fjórum árum.Færeyska þotan Ingálvur af Reyni að aka í flugtaksstöðu á norður/suður brautinni í Reykjavík í morgun.Stöð 2/Egill AðalsteinssonEn nú er að verða breyting á því færeyska félagið er að flytja sig alfarið til Keflavíkur. Í svari við fyrirspurn Stöðvar 2 nefnir talsmaður Atlantic Airways, Pætur G. Rasmussen, tvær ástæður fyrir þessari ákvörðun. Félagið muni fyrir næsta vor skipta út A319 þotum fyrir Airbus A320 þotur og þær þurfi lengri flugbrautir. Einnig segir hann það staðreynd að flugstöðin í Reykjavík henti ekki fyrir flugvélar með vel yfir eitthundrað farþega en A320-vélin tekur 168 farþega. Telja má Færeyjaflugið eitt þægilegasta millilandaflugið frá Íslandi, að minnsta kosti fyrir meirihluta landsmanna. Þannig er mun styttra út á flugvöll fyrir þá sem eru á Reykjavíkursvæðinu og farþegar þurfa auk þess ekki að mæta jafn snemma til innritunar fyrir brottför í Reykjavík eins og í Keflavík. Í stað þess að aka af stað til Keflavíkur upp úr klukkan sex í morgun dugði sennilega flestum í þessari vél í Reykjavík í dag að leggja af stað að heiman laust fyrir klukkan átta en brottför var áætluð klukkan 9.20. Þannig má ætla að heildarferðatími flestra til Færeyja geti lengst um nærri tvo tíma við það að flugið flytjist til Keflavíkur.Talsmaður Atlantic Airways segir flugstöðina í Reykjavík óhentuga til að þjóna þotu með yfir eitthundrað farþega.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við spurðum því Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, hvort þeir myndu núna nýta tækifærið til að hefja sjálfir Færeyjaflug að nýju beint frá Reykjavík en Árni sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um slíkt. Árni segir að Air Iceland verði áfram söluaðili fyrir Atlantic Airways, þrátt fyrir flutning til Keflavíkur, en síðasta ferð þess frá Reykjavíkurflugvelli verður 26. október. Þess má geta að flugferðin til Færeyja í morgun tók aðeins eina klukkustund og fimm mínútur. Uppgefinn almennur flugtími milli Færeyja og Reykjavíkur hjá Atlantic Airways er annars ein klukkustund og tuttugu mínútur en lengist um tíu mínútur, í eina klukkustund og þrjátíu mínútur, við flutning til Keflavíkur. Bæði er flugleiðin lengri til Keflavíkur en einnig er aksturstími flugvéla milli flugstöðvar og flugbrautar lengri í Keflavík en í Reykjavík. Hér má sjá þotu Færeyinga í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli í morgun í frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. Eftir næsta mánuð verður eingöngu hægt að fljúga til Færeyja frá Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það voru á annað hundrað farþega sem gengu um borð í Airbus A319 þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þotur Færeyinga hafa undanfarin 23 ár verið stærstu vélar sem nýtt hafa flugvöll höfuðborgarinnar reglubundið í áætlunarflugi. Fram til ársins 2014 voru notaðar 95 sæta þotur af gerðinni BAe 146, en 144 sæta Airbus-vélar tóku við keflinu fyrir fjórum árum.Færeyska þotan Ingálvur af Reyni að aka í flugtaksstöðu á norður/suður brautinni í Reykjavík í morgun.Stöð 2/Egill AðalsteinssonEn nú er að verða breyting á því færeyska félagið er að flytja sig alfarið til Keflavíkur. Í svari við fyrirspurn Stöðvar 2 nefnir talsmaður Atlantic Airways, Pætur G. Rasmussen, tvær ástæður fyrir þessari ákvörðun. Félagið muni fyrir næsta vor skipta út A319 þotum fyrir Airbus A320 þotur og þær þurfi lengri flugbrautir. Einnig segir hann það staðreynd að flugstöðin í Reykjavík henti ekki fyrir flugvélar með vel yfir eitthundrað farþega en A320-vélin tekur 168 farþega. Telja má Færeyjaflugið eitt þægilegasta millilandaflugið frá Íslandi, að minnsta kosti fyrir meirihluta landsmanna. Þannig er mun styttra út á flugvöll fyrir þá sem eru á Reykjavíkursvæðinu og farþegar þurfa auk þess ekki að mæta jafn snemma til innritunar fyrir brottför í Reykjavík eins og í Keflavík. Í stað þess að aka af stað til Keflavíkur upp úr klukkan sex í morgun dugði sennilega flestum í þessari vél í Reykjavík í dag að leggja af stað að heiman laust fyrir klukkan átta en brottför var áætluð klukkan 9.20. Þannig má ætla að heildarferðatími flestra til Færeyja geti lengst um nærri tvo tíma við það að flugið flytjist til Keflavíkur.Talsmaður Atlantic Airways segir flugstöðina í Reykjavík óhentuga til að þjóna þotu með yfir eitthundrað farþega.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við spurðum því Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, hvort þeir myndu núna nýta tækifærið til að hefja sjálfir Færeyjaflug að nýju beint frá Reykjavík en Árni sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um slíkt. Árni segir að Air Iceland verði áfram söluaðili fyrir Atlantic Airways, þrátt fyrir flutning til Keflavíkur, en síðasta ferð þess frá Reykjavíkurflugvelli verður 26. október. Þess má geta að flugferðin til Færeyja í morgun tók aðeins eina klukkustund og fimm mínútur. Uppgefinn almennur flugtími milli Færeyja og Reykjavíkur hjá Atlantic Airways er annars ein klukkustund og tuttugu mínútur en lengist um tíu mínútur, í eina klukkustund og þrjátíu mínútur, við flutning til Keflavíkur. Bæði er flugleiðin lengri til Keflavíkur en einnig er aksturstími flugvéla milli flugstöðvar og flugbrautar lengri í Keflavík en í Reykjavík. Hér má sjá þotu Færeyinga í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli í morgun í frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent