Segist hafa fengið rangar upplýsingar Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2018 06:00 Njáll Trausti Friðbertsson (t.v.) ásamt Birgi Ármannssyni samflokksmanni sínum. fréttablaðið/anton brink Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira