Er stundum ruglað saman við Amish-fólk Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. september 2018 07:00 Emilee Matheson og Taylor Sanford gerðu báðar hlé á háskólanámi til að sinna mormónatrúboði í átján mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira