Er stundum ruglað saman við Amish-fólk Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. september 2018 07:00 Emilee Matheson og Taylor Sanford gerðu báðar hlé á háskólanámi til að sinna mormónatrúboði í átján mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira