Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 13:45 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist viss um að fara með sigur í málinu. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03
Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26
Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00