Kristín Ýr frumsýnir nýtt lag: Veit að ég á heima í tónlistinni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2018 15:30 Lagið ber nafnið Ég Sé Þig og er annað lagið sem hún gefur út á þessu ári. „Ég hef alltaf, og mun sennilega alltaf eiga erfitt með að geta ekki eitthvað sjálf. Sálfstæðisblæti er orð sem ég hef notað. En óstjórnlegt keppnisskap er eitthvað sem vinir og vandamenn vilja frekar nota. Hvernig sem það er orðað, þá vildi ég geta gert þetta sjálf. Ég hef enga þolinmæti til að bíða eftir því að fá hjálp frá öðrum,“ segir Kristín Ýr Bjarnadóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Ég Sé Þig og er fyrsta rapp og popp lagið sem rapparinn og söngkonan Kristín Ýr sendir frá sér eftir margra ára brotthvarf úr tónlistarheiminum. Í dag starfar Kristín hjá MS og sem yngriflokkaþjálfari hjá Breiðabliki. Flestir muna eftir Kristínu Ýr úr hljómsveitinni Igore sem gaf út plötuna 9 Líf árið 2004. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl á stuttum tíma og fljótt kom að því að hún þurfti að velja milli fótboltans og tónlistarinnar og varð boltinn fyrir valinu tímabundið. Í janúar á þessu ári kom út lagið Kannski Annan dag eins og Vísir greindi frá og segir þar frá því hvernig hún vildi byrja á því að læra að syngja áður en hún færi í að gefa út lögin sín þar sem hún vildi geta haft möguleikann á því að syngja. Lagið Ég Sé Þig er tekið upp í Studio Bambus en það er eitt af þeim verkefnum sem voru kláruð í Söngsteypunni.Fæddist á djamminu Lagið er á léttum nótum og fjallar um samskipti kynjanna á djamminu. Höfundurinn bregður sér í hlutverk partý prinsessunnar sem er karakter sem tekur völdin þegar áfengi er við hönd. „Lagið fæddist þegar ég sat á skemmtistað, var að fylgjast með öllum sætu stelpunum og strákunum að spila þennan leik sem við þekkjum öll. Ég var bara að reyna að læra af fagmönnum. Mér fannst ég ekki eiga séns, en ég er pottþétt alveg eins og þau þegar ég held að ég sé með allt á hreinu um dimma nótt á dansgólfinu í 101,“ segir Kristín létt. Það var Stefán Örn sem vann lagið í samvinnu við Kristínu Ýr sem er höfundur lags og texta. Lagið er masterað í Bandaríkjunum af Sam Moses. „Þetta er fyrsta lagið eftir langa pásu en nú er kominn tími til að stíga af alvöru inn í músíkina þar sem mér liður vel og veit að ég á heima í tónlistinni. Það eru mörg lög í vinnslu, bæði á íslensku og ensku. En ég stefni að sjálfsögðu líka á að nýta öll þau erlendu sambönd sem ég hef skapað mér bæði í fótboltaheiminum og annarsstaðar til að reyna að deila gleðinni sem víðast.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef alltaf, og mun sennilega alltaf eiga erfitt með að geta ekki eitthvað sjálf. Sálfstæðisblæti er orð sem ég hef notað. En óstjórnlegt keppnisskap er eitthvað sem vinir og vandamenn vilja frekar nota. Hvernig sem það er orðað, þá vildi ég geta gert þetta sjálf. Ég hef enga þolinmæti til að bíða eftir því að fá hjálp frá öðrum,“ segir Kristín Ýr Bjarnadóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Ég Sé Þig og er fyrsta rapp og popp lagið sem rapparinn og söngkonan Kristín Ýr sendir frá sér eftir margra ára brotthvarf úr tónlistarheiminum. Í dag starfar Kristín hjá MS og sem yngriflokkaþjálfari hjá Breiðabliki. Flestir muna eftir Kristínu Ýr úr hljómsveitinni Igore sem gaf út plötuna 9 Líf árið 2004. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl á stuttum tíma og fljótt kom að því að hún þurfti að velja milli fótboltans og tónlistarinnar og varð boltinn fyrir valinu tímabundið. Í janúar á þessu ári kom út lagið Kannski Annan dag eins og Vísir greindi frá og segir þar frá því hvernig hún vildi byrja á því að læra að syngja áður en hún færi í að gefa út lögin sín þar sem hún vildi geta haft möguleikann á því að syngja. Lagið Ég Sé Þig er tekið upp í Studio Bambus en það er eitt af þeim verkefnum sem voru kláruð í Söngsteypunni.Fæddist á djamminu Lagið er á léttum nótum og fjallar um samskipti kynjanna á djamminu. Höfundurinn bregður sér í hlutverk partý prinsessunnar sem er karakter sem tekur völdin þegar áfengi er við hönd. „Lagið fæddist þegar ég sat á skemmtistað, var að fylgjast með öllum sætu stelpunum og strákunum að spila þennan leik sem við þekkjum öll. Ég var bara að reyna að læra af fagmönnum. Mér fannst ég ekki eiga séns, en ég er pottþétt alveg eins og þau þegar ég held að ég sé með allt á hreinu um dimma nótt á dansgólfinu í 101,“ segir Kristín létt. Það var Stefán Örn sem vann lagið í samvinnu við Kristínu Ýr sem er höfundur lags og texta. Lagið er masterað í Bandaríkjunum af Sam Moses. „Þetta er fyrsta lagið eftir langa pásu en nú er kominn tími til að stíga af alvöru inn í músíkina þar sem mér liður vel og veit að ég á heima í tónlistinni. Það eru mörg lög í vinnslu, bæði á íslensku og ensku. En ég stefni að sjálfsögðu líka á að nýta öll þau erlendu sambönd sem ég hef skapað mér bæði í fótboltaheiminum og annarsstaðar til að reyna að deila gleðinni sem víðast.“ Hér að neðan má hlusta á lagið.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira