Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018 Norður-Kórea Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018
Norður-Kórea Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira