Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Borgarfulltrúar eru í dag 23. Grunnlaun þeirra eru 726.748 krónur auk margvíslegra aukagreiðslna. Fréttablaðið/Anton Brink Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30
Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00
Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00