Axel tekur sér frí frá körfubolta og ætlar að vinna í veikleikum sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. september 2018 14:00 Axel fagnar hér bikarmeistaratitlinum með Stólunum. fréttablaðið/hanna Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira