Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 13:30 Elon Musk hefur átt strembið ár. Vísir/Getty Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00
Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54