Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum 4. september 2018 16:58 Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00