Frá „góðmennskunni holdgerðri“ til hryðjuverkamanns Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 10:23 Jalaluddin Haqqani. Vísir/AP Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira