Búast við átökum um kjaramál og veiðigjöld á komandi vetri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson verða í eldlínunni í vetur. Kjaramálin bíða Bjarna. Kristján verður í veiðigjöldum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira