„Það er erfitt að komast á HM og við förum erfiðustu leiðina“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 19:30 Freyr kallar skipanir til leikmannanna á vellinum á laugardaginn vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið mætir Tékkum á Laugardalsvelli á morgun í leik sem stelpurnar þurfa að vinna til þess að halda HM draumnum á lofti. Eftir tap gegn Þýskalandi á laugardaginn er staðan sú að Ísland þarf að fara í umspil nema Færeyingum takist að leggja Þjóðverja á morgun. Aðeins fjögur bestu liðin í öðru sæti komast í umspilið og eins og staðan er í dag er Ísland ekki í þeim hópi. Ísland ætti að komast í umspilið með sigri á Tékkum. „Við erum andlega tilbúin og líkamlega erum við að klára að safna orku,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ærið, verkefnið, og við verðum klárar í slaginn. Ég á von á gríðarlega sterkum leikmönnum, mjög föstum og þær eru fljótar. Eins og ég mundi orða það eru þetta stórhættulegir andstæðingar.“ „Það er erfitt að komast á HM og við förum erfiðustu leiðina.“ Liðin gerðu 1-1 jafntefli ytra í október á síðasta ári. „Við ætlum okkur á HM, við erum búnar að stefna að því í langan tíma og það breytist ekkert þótt leikurinn á laugardaginn hafi farið úrskeiðis,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir. Sif Atladóttir lítur á björtu hliðarnar í stöðunni, nú fær hún fleiri daga með góða fólkinu í landsliðinu og kringum liðið. En hverju eigum við von á á morgun? „Þremur stigum,“ sagði bjartsýn Sif Atladóttir. Leikur Íslands og Tékklands er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst upphitun klukkan 14:30. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Tékkum á Laugardalsvelli á morgun í leik sem stelpurnar þurfa að vinna til þess að halda HM draumnum á lofti. Eftir tap gegn Þýskalandi á laugardaginn er staðan sú að Ísland þarf að fara í umspil nema Færeyingum takist að leggja Þjóðverja á morgun. Aðeins fjögur bestu liðin í öðru sæti komast í umspilið og eins og staðan er í dag er Ísland ekki í þeim hópi. Ísland ætti að komast í umspilið með sigri á Tékkum. „Við erum andlega tilbúin og líkamlega erum við að klára að safna orku,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ærið, verkefnið, og við verðum klárar í slaginn. Ég á von á gríðarlega sterkum leikmönnum, mjög föstum og þær eru fljótar. Eins og ég mundi orða það eru þetta stórhættulegir andstæðingar.“ „Það er erfitt að komast á HM og við förum erfiðustu leiðina.“ Liðin gerðu 1-1 jafntefli ytra í október á síðasta ári. „Við ætlum okkur á HM, við erum búnar að stefna að því í langan tíma og það breytist ekkert þótt leikurinn á laugardaginn hafi farið úrskeiðis,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir. Sif Atladóttir lítur á björtu hliðarnar í stöðunni, nú fær hún fleiri daga með góða fólkinu í landsliðinu og kringum liðið. En hverju eigum við von á á morgun? „Þremur stigum,“ sagði bjartsýn Sif Atladóttir. Leikur Íslands og Tékklands er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst upphitun klukkan 14:30.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira