Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2018 05:56 Eins og sést stóð safnið í ljósum logum. vísir/epa Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira