Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2018 05:56 Eins og sést stóð safnið í ljósum logum. vísir/epa Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira