Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 12:45 Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“ Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33