Danska landsliðið í hættu á að fá bann frá UEFA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 12:30 Danska landsliðið gæti verið í vandræðum Getty Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira