Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. september 2018 12:30 Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4. Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4.
Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37
Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28
„Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45