Árásin á Shooters: Tveggja manna leitað til viðbótar og einum sleppt úr haldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 11:55 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16