Ekki verða rafmagnslaus Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2018 08:45 Snjallsímanotendur kannast eflaust flestir við að verða rafmagnslausir, jafnvel á ögurstundu. Vísir/Getty Hladdu oft og lítið Til þess að rafhlaðan endist sem lengst er best að hlaða símann oft, en lítið í einu. Best er að halda rafhlöðunni á milli 50 og 80 prósentum svo líftími hennar skerðist sem minnst. Auðvitað er þó í lagi að fara í gegnum fulla hleðslu af og til ef nauðsyn krefur.Eigðu mörg hleðslutæki Til að geta hlaðið oft og lítið er þægilegt að vera með fleiri en eitt hleðslutæki. Gott er að kaupa eitt fyrir heimilið, annað fyrir vinnu og þriðja fyrir bílinn.Endurræstu símann Um það bil einu sinni í viku er ráðlegt að endurræsa símann. Með því er hægt að hreinsa út bakgrunnsforrit sem safnast hafa upp og eyða hleðslu.Lækkaðu birtustig skjásins Því minni birtu sem skjárinn þarf að framleiða þeim mun minni orku eyðir hann. Ekki er ráðlegt að kveikja á sjálfvirku birtustigi þar sem sá eiginleiki gerir skjáinn oft bjartari en hann þarf að vera.Styttu skjávaratíma Gott ráð er að stytta tímann sem líður þangað til skjárinn slekkur sjálfkrafa á sér án þess að þú sért að nota hann.Slökktu á titringi Hvort sem um er að ræða titring þegar þú færð tilkynningar eða símtöl eða titring þegar þú skrifar á lyklaborð kostar það orku.Slökktu á þráðlausum tengingum Gott ráð er að slökkva á GPS, Bluetooth, NFC, Wi-Fi og farsímagögnum þegar ekki er verið að nota tenginguna.Kastaðu græjunum Hægt er að setja fjölda græja (e. Widgets) á heimaskjá símans, til að mynda græjur frá Facebook, Twitter eða jafnvel bara klukku. Slíkar græjur uppfærast stöðugt og kosta þig hleðslu.Skoðaðu stillingarnar Hægt er að skoða rafhlöðusparandi stillingar og nota í flestöllum Android- og Apple-símum. Þá er einnig hægt að fylgjast með því hvaða forrit nota rafhlöðuna mest.Notaðu einfaldar myndir á heima- og lásskjái Hreyfimyndir eru augljóslega orkufrekari en venjulegar. Á símum með AMOLED-skjá getur einnig dregið úr rafhlöðunotkun að vera einfaldlega með svartan heima- og lásskjá.Sparaðu Siri Slökktu á þeim eiginleika að Siri og sambærilegir stafrænir aðstoðarmenn spretti upp þegar þú segir fyrirfram ákveðinn frasa, til dæmis „Hey, Siri“. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Hladdu oft og lítið Til þess að rafhlaðan endist sem lengst er best að hlaða símann oft, en lítið í einu. Best er að halda rafhlöðunni á milli 50 og 80 prósentum svo líftími hennar skerðist sem minnst. Auðvitað er þó í lagi að fara í gegnum fulla hleðslu af og til ef nauðsyn krefur.Eigðu mörg hleðslutæki Til að geta hlaðið oft og lítið er þægilegt að vera með fleiri en eitt hleðslutæki. Gott er að kaupa eitt fyrir heimilið, annað fyrir vinnu og þriðja fyrir bílinn.Endurræstu símann Um það bil einu sinni í viku er ráðlegt að endurræsa símann. Með því er hægt að hreinsa út bakgrunnsforrit sem safnast hafa upp og eyða hleðslu.Lækkaðu birtustig skjásins Því minni birtu sem skjárinn þarf að framleiða þeim mun minni orku eyðir hann. Ekki er ráðlegt að kveikja á sjálfvirku birtustigi þar sem sá eiginleiki gerir skjáinn oft bjartari en hann þarf að vera.Styttu skjávaratíma Gott ráð er að stytta tímann sem líður þangað til skjárinn slekkur sjálfkrafa á sér án þess að þú sért að nota hann.Slökktu á titringi Hvort sem um er að ræða titring þegar þú færð tilkynningar eða símtöl eða titring þegar þú skrifar á lyklaborð kostar það orku.Slökktu á þráðlausum tengingum Gott ráð er að slökkva á GPS, Bluetooth, NFC, Wi-Fi og farsímagögnum þegar ekki er verið að nota tenginguna.Kastaðu græjunum Hægt er að setja fjölda græja (e. Widgets) á heimaskjá símans, til að mynda græjur frá Facebook, Twitter eða jafnvel bara klukku. Slíkar græjur uppfærast stöðugt og kosta þig hleðslu.Skoðaðu stillingarnar Hægt er að skoða rafhlöðusparandi stillingar og nota í flestöllum Android- og Apple-símum. Þá er einnig hægt að fylgjast með því hvaða forrit nota rafhlöðuna mest.Notaðu einfaldar myndir á heima- og lásskjái Hreyfimyndir eru augljóslega orkufrekari en venjulegar. Á símum með AMOLED-skjá getur einnig dregið úr rafhlöðunotkun að vera einfaldlega með svartan heima- og lásskjá.Sparaðu Siri Slökktu á þeim eiginleika að Siri og sambærilegir stafrænir aðstoðarmenn spretti upp þegar þú segir fyrirfram ákveðinn frasa, til dæmis „Hey, Siri“.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira