Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 18:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00