Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 10:46 Leikmenn Hugins spila á móti Völsungi í dag. vísir/aðsend Furðulegasti fótboltaleikur seinni tíma á Íslandi fer fram í dag á Fellavelli í Fellabæ þegar að Huginn tekur á móti Völsungi í endurteknum leik í 2. deild karla í fótbolta. Huginn vann fyrrir leikinn, 2-1. Ástæðan fyrir þessum endurtekna leik er stórfurðulegt mál þar sem að leikmanni Völsungs var vikið af velli en rauða spjaldið svo ekki skráð í skýrslu dómara. Völsungar hafa heldur betur látið heyra í sér á undanförnum dögum og staðið í ritdeilum við KSÍ. Huginn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Húsvíkingarnir klúðruðu svo reyndar eigin málum inn á fótboltavellinum í síðustu umferð þegar að þeir töpuðu fyrir Hetti, 3-2, en með sigri þar og aftur í dag hefði liðið komist á toppinn og verið í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Leikurinn skiptir Huginn engu máli en liðið er á botni 2. deildarinnar, fallið í 3. deildina, en þarf samt að mæta til leiks. Því hefur verið velt upp hversu mikinn metnað Huginn setur í leikinn og hvort það mæti hreinlega til leiks. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, í samtali við Vísi. Aðspurður hvort allt tiltækt lið sé klárt og tilbúið í verkefnið segir Sveinn menn vera á leiðinni og að það sé stefnan að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er. „Okkur hefur samt ekki enn verið svarað því hvort að leikmenn sem voru í banni í fyrri leiknum megi ekki vera með í dag eða hvort að leikmenn sem eru í banni núna megi ekki spila. Það er ein grundvallarspurning sem við eigum eftir að fá svar við,“ segir Sveinn Ágúst. „Það er ekki búið að ákveða liðið en við ræddum það alveg að setja bumbuboltann í þetta. Þjálfarinn tekur samt loka ákvörðun.“ „Þetta er það skrítnasta held ég sem að nokkur maður hefur lent í á Íslandi. Þetta minnir mann á þegar að FH fór til Rússlands til að taka nokkur vítaköst í handboltanum í fyrra,“ segir formaðurinn. Það verður frítt á leikinn á Fellavelli í dag sem að hefst klukkan 16.30. Sigurður Hjörtur Þrastarson, úrvalsdeildardómari, verður á flautunni þannig að vonandi tekst betur til en síðast. „Þetta er svo mikil steypa en eins og staðan er núna stefnum við á að mæta með okkar besta lið. Dómur KSÍ er bindnandi og okkur ber að fylgja dómnum. Maður er bara orðinn gegnumsósaður að liggja eftir þessu síðustu daga; lesa reglugerðir og hringja skrilljón símtöl. Þetta er algjört rugl,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Furðulegasti fótboltaleikur seinni tíma á Íslandi fer fram í dag á Fellavelli í Fellabæ þegar að Huginn tekur á móti Völsungi í endurteknum leik í 2. deild karla í fótbolta. Huginn vann fyrrir leikinn, 2-1. Ástæðan fyrir þessum endurtekna leik er stórfurðulegt mál þar sem að leikmanni Völsungs var vikið af velli en rauða spjaldið svo ekki skráð í skýrslu dómara. Völsungar hafa heldur betur látið heyra í sér á undanförnum dögum og staðið í ritdeilum við KSÍ. Huginn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Húsvíkingarnir klúðruðu svo reyndar eigin málum inn á fótboltavellinum í síðustu umferð þegar að þeir töpuðu fyrir Hetti, 3-2, en með sigri þar og aftur í dag hefði liðið komist á toppinn og verið í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Leikurinn skiptir Huginn engu máli en liðið er á botni 2. deildarinnar, fallið í 3. deildina, en þarf samt að mæta til leiks. Því hefur verið velt upp hversu mikinn metnað Huginn setur í leikinn og hvort það mæti hreinlega til leiks. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, í samtali við Vísi. Aðspurður hvort allt tiltækt lið sé klárt og tilbúið í verkefnið segir Sveinn menn vera á leiðinni og að það sé stefnan að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er. „Okkur hefur samt ekki enn verið svarað því hvort að leikmenn sem voru í banni í fyrri leiknum megi ekki vera með í dag eða hvort að leikmenn sem eru í banni núna megi ekki spila. Það er ein grundvallarspurning sem við eigum eftir að fá svar við,“ segir Sveinn Ágúst. „Það er ekki búið að ákveða liðið en við ræddum það alveg að setja bumbuboltann í þetta. Þjálfarinn tekur samt loka ákvörðun.“ „Þetta er það skrítnasta held ég sem að nokkur maður hefur lent í á Íslandi. Þetta minnir mann á þegar að FH fór til Rússlands til að taka nokkur vítaköst í handboltanum í fyrra,“ segir formaðurinn. Það verður frítt á leikinn á Fellavelli í dag sem að hefst klukkan 16.30. Sigurður Hjörtur Þrastarson, úrvalsdeildardómari, verður á flautunni þannig að vonandi tekst betur til en síðast. „Þetta er svo mikil steypa en eins og staðan er núna stefnum við á að mæta með okkar besta lið. Dómur KSÍ er bindnandi og okkur ber að fylgja dómnum. Maður er bara orðinn gegnumsósaður að liggja eftir þessu síðustu daga; lesa reglugerðir og hringja skrilljón símtöl. Þetta er algjört rugl,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13