Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 12:13 Beiðni Ölmu um aðild að rammasamningi SÍ og sérfræðilækna var hafnað í september í fyrra. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent