Innlent

Mikill viðbúnaður vegna slyss í Kirkjufelli

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slys í Kirkjufelli. Sjúkraflutningamenn og lögregla eru komir á vettvang.
Slys í Kirkjufelli. Sjúkraflutningamenn og lögregla eru komir á vettvang. Vísir
Mikill viðbúnaður er á Snæfellsnesi eftir að tilkynning barst um að göngumaður hefði fallið í Kirkjufelli nú á ellefta tímanum.

Sjúkraflutningamenn og lögregla eru komin á vettvang.

Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir og verður fréttin uppfærð þegar þær liggja fyrir.

 

Uppfært kl. 11:08

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið sett í viðbragðsstöðu.

 

Uppfært kl. 11:12

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi hafa verið boðaðar út vegna slyssins, samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

 

Uppfært kl 12:17

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru tveir sérhæfðir fjallabjörgunarmenn auk undanfara björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SYN. Þyrlan fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:40 og lenti á vettvangi skömmu eftir hádegi.



Uppfært kl 13:00

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar gat ekki athafnað sig á vettvangi sökum vinds. Því var óskað eftir fleiri björgunarmönnum á vettvang til að bera hinn slasaða niður.

Frá vettvangi slyssins.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×