Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2018 06:00 New York Vísir/Getty Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira