Mannskæðar aurskriður á Filippseyjum eftir Mangkhut Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. september 2018 20:00 Nærri sjávarmáli hafa flóð raskað samgöngum og eyðilagt uppskerur. Vísir/AP Fellibylurinn Mangkhut gengur nú yfir suðurhluta Kína og hefur styrkur hans dvínað umtalsvert. Gríðarleg eyðilegging hefur fylgt fellibylnum eftir að hann gekk yfir Filippseyjar, Hong Kong og Kína um helgina. Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti. Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.Í fjallahéruðum hafa mannskæðar aurskriður fallið og björgunarstörf eru við einkar erfið skilyrði.Vísir/APÞegar nær dregur fjöllum eru það aurskriður sem hafa valdið mestu tjóni en minnst 32 létust í námubænum Itogon og talið er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann við að leita að eftirlifendum en talið er að um 55 manns hafi orðið undir skriðunni í Itogon. Ættingjar þeirra bíða í von og óvon eftir fregnum frá björgunaraðilum. „Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“ Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast. Filippseyjar Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00 Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fellibylurinn Mangkhut gengur nú yfir suðurhluta Kína og hefur styrkur hans dvínað umtalsvert. Gríðarleg eyðilegging hefur fylgt fellibylnum eftir að hann gekk yfir Filippseyjar, Hong Kong og Kína um helgina. Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti. Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.Í fjallahéruðum hafa mannskæðar aurskriður fallið og björgunarstörf eru við einkar erfið skilyrði.Vísir/APÞegar nær dregur fjöllum eru það aurskriður sem hafa valdið mestu tjóni en minnst 32 létust í námubænum Itogon og talið er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann við að leita að eftirlifendum en talið er að um 55 manns hafi orðið undir skriðunni í Itogon. Ættingjar þeirra bíða í von og óvon eftir fregnum frá björgunaraðilum. „Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“ Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast.
Filippseyjar Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00 Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00
Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56
Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20
Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent