Bíllaus fagna tíu ára starfi Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vill að fólk hafi val um ferðamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15