Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 19-22 | Haukar unnu meistaraleik HSÍ Þór Símon Hafþórsson skrifar 13. september 2018 21:45 Pereira í leik með Haukum á síðustu leiktíð. vísir/sigtryggur Fram og Haukar mættust í opnunarleik tímabilsins í handboltakvenna er leikurinn um Meistara Meistaranna fór fram í Safamýri í kvöld. Um er að ræða árlegan leik á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta veturs en þar sem Fram vann báða titlana á síðasta tímabili mættu Haukar í heimsókn. Haukar urðu að sætta sig við silfrið eftir þungt tap í leik liðanna í bikarúrslitunum sem var jafnframt eini sigurleikur Fram í einvígum liðanna síðasta vetur. Leikurinn var handahófskendur fyrstu mínúturnar er bæði lið misstu boltann hvað eftir annað klaufalega þar sem skrýtnar ákvarðanir í sóknarleik voru í aðalhlutverki. Haukar náðu hinsvegar að stilla miðið betur á undan Frömurum og því, er flautað var til hálfleiks, voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem fóru með tveggja marka forystu í hléið, 10-12. Stelpurnar í Fram virkuðu satt að segja pirraðar framan af leik og það hafði neikvæð áhrif á bæði vörn og sókn. Sá pirringur virtist einungis verða meiri eftir því sem leið á seinni hálfleikinn þar sem Haukar héldu áfram að vera með völdin á vellinum. Þó skyndilega, eins og þruma úr heiðskýru lofti, kom skyndilega frábær leik kafli hjá Fram þar sem þær fóru úr því að vera fjórum mörkum undir, 15-19, yfir í að jafna leikinn á frábærum fjórum mínútum. Fram virtist satt að segja vera að stela sigrinum þegar þessi þruma virtist hverfa jafn skyndilega og hún kom og liðið missti aftur taktinn. Haukar sigldu á endanum öruggum og verðskulduðum þriggja marka sigri heim, 19-22, og eru því Meistarar Meistaranna. Það er ágætis byrjun á vetrinum. Afhverju unnu Haukar? Þær voru grimmari, markvissari á báðum endum vallarins og nutu einnig töluvert betri markvörslu frá Sögu en Erla Rós bauð upp á hinum megin. Leikgleðin var meira áberandi hjá Haukum á meðan einungis pirringur virtist byggjast upp hjá heimamönnum. Sigur Hauka var svo sannarlega verðskuldaður svo ekki sé meira sagt. Hverjar stóðu upp úr? Saga Sif var frábær í markinu og varði hvern boltann á fætur öðrum en af sjálfsögðu hjálpaði góður varnarleikur hjálpaði henni líka mikið. Í fyrri hálfleik var Maria Innes í algjörum sérflokki í sókninni en dalaði töluvert í þeim seinni. Einmitt þá steig Karen Helga upp svo um munaði en hún dró sóknarleikinn áfram síðasta hálftíman. Enginn hjá Fram á sérstaklega skilið að fá tilnefningu en þó skoraði Ragnheiður Júlíusdóttir 11 mörk en heilt yfir hefur hún átt mun betri leiki en í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var afleiddur. Endalausar klaufasendingar sem drápu niður hraðar sóknir, misheppnaðar sendingar sem fóru útaf frekar en á samherja og skrýtin skot sem gerðu Sögu auðvelt fyrir að verja. Þetta var ekki góður leikur hjá Fram. Þær töpuðu hinsvegar „bara“ með þremur mörkum sem á skrýtinn hátt sýnir hversu sterkt þetta lið getur verið. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, hlýtur að rífa þær upp úr volæði kvöldsins fyrir fyrsta leik deildarinnar sem fram fer á þriðjudaginn gegn Selfyssingum. Hvað gerist næst? Sem fyrr segir mætir Fram liði Selfoss á þriðjdaginn en Haukar hefja mót gegn HK, einnig á þriðjdaginn. Stefán Arnarsson: Leikurinn illa uppsettur hjá mér „Alltaf leiðinlegt að tapa þegar bikar er í boði en Haukar áttu þetta skilið,“ sagði Stefán, þjálfari Fram, áður en hann tók ábyrgð á slökum leik síns liðs. „Við spiluðum ekki sem lið og leikurinn var illa uppsettur hjá mér sem fór illa í leikmenn og þessv egna töpuðum við,“ sagði Stefán en leikmenn Fram virtust láta pirringin fara með sig á löngum köflum leiksins. „Allir sem sjá þennan leik sjá að þessi leikur var ekki vel uppsettur af minni hálfu,“ sagði Stefán sem átti í smá orðaskakki við dómara undir lokin og fékk fyrir gult spjald. Hann sagði það einungis hafa verið í hita leiksins. „Mér fannst höndin oftar koma á okkur og að þær máttu vera lengur með boltann en það var bara tilfinning sem ég var með. Dómararnir voru mjög góðir.“ Karen Knútsdóttir: Vorum bara á hælunum – Ólíkar okkur „Alltaf ömurlegt að tapa og sérstaklega þegar við spilum svona illa. En Haukarnir voru bara betri í dag og eiga þetta skilið,“ sagði hreinskilin Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir 22-19 tap liðsins gegn Haukum í kvöld. „Þetta var hægur leikur og mér fannst þær komast upp með að drepa „tempóið“ alltof mikið niður. En við vorum bara á hælunum. Köstuðum boltanum mikið frá okkur og vorum bara ólíkar okkur,“ sagði Karen sem fannst Fram aldrei ná Haukum þrátt fyrir að liðið jafnaði leikinn undir lokinn. „Ég held þetta hafi bara verið of seint. Þær slökuðu aðeins á en mér fannst við aldrei ná þeim,“ sagði Karen sem segir það klárt mál að Fram verði að bæta sig fyrir næsta leik. „Leiðinlegt að byrja svona. Það er stutt í næsta leik en við lítum ekki vel út eins og staðan er í dag.“ Elías Már: Góður stígandi hjá okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í kvöld. Spiluðum góða vörn og agaðan sóknarleik,“ sagði kátur Elías Már, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Höfum æft vel og það hefur verið góður stígandi undanfarnar vikur. Það er margt sem við getum lagað. Nokkrir tæknifeilar sem er kannski bara eðlilegt á þessum tímapunkti en miðað við árstíma var ég ánægður með frammistöðuna,“ sagði Elías en Haukar mæta HK í fyrsta leik liðsins í Olís deildinni næsta þriðjudag. Karen Helga: Eigum mikið inni „Þetta var ágætis sigur en við eigum mikið inni. Myndi ekki segja að við höfum verið að spila á okkar bestu getu,“ sagði Karen Helga, sem skoraði sjö mörk fyrir Hauka í kvöld. „Það er svolítið spes að vera Meistari Meistaranna þegar þú varst ekki meistari síðasta vetur en okkur langaði í þennan bikar,“ sagði Karen. Haukar fengu silfrið í Coca-Cola bikarnum sem gaf þeim þáttökurétt í kvöld þar sem Fram unnu Íslandsmeistara og Bikartitilinn síðasta vetur. Olís-deild kvenna
Fram og Haukar mættust í opnunarleik tímabilsins í handboltakvenna er leikurinn um Meistara Meistaranna fór fram í Safamýri í kvöld. Um er að ræða árlegan leik á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta veturs en þar sem Fram vann báða titlana á síðasta tímabili mættu Haukar í heimsókn. Haukar urðu að sætta sig við silfrið eftir þungt tap í leik liðanna í bikarúrslitunum sem var jafnframt eini sigurleikur Fram í einvígum liðanna síðasta vetur. Leikurinn var handahófskendur fyrstu mínúturnar er bæði lið misstu boltann hvað eftir annað klaufalega þar sem skrýtnar ákvarðanir í sóknarleik voru í aðalhlutverki. Haukar náðu hinsvegar að stilla miðið betur á undan Frömurum og því, er flautað var til hálfleiks, voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem fóru með tveggja marka forystu í hléið, 10-12. Stelpurnar í Fram virkuðu satt að segja pirraðar framan af leik og það hafði neikvæð áhrif á bæði vörn og sókn. Sá pirringur virtist einungis verða meiri eftir því sem leið á seinni hálfleikinn þar sem Haukar héldu áfram að vera með völdin á vellinum. Þó skyndilega, eins og þruma úr heiðskýru lofti, kom skyndilega frábær leik kafli hjá Fram þar sem þær fóru úr því að vera fjórum mörkum undir, 15-19, yfir í að jafna leikinn á frábærum fjórum mínútum. Fram virtist satt að segja vera að stela sigrinum þegar þessi þruma virtist hverfa jafn skyndilega og hún kom og liðið missti aftur taktinn. Haukar sigldu á endanum öruggum og verðskulduðum þriggja marka sigri heim, 19-22, og eru því Meistarar Meistaranna. Það er ágætis byrjun á vetrinum. Afhverju unnu Haukar? Þær voru grimmari, markvissari á báðum endum vallarins og nutu einnig töluvert betri markvörslu frá Sögu en Erla Rós bauð upp á hinum megin. Leikgleðin var meira áberandi hjá Haukum á meðan einungis pirringur virtist byggjast upp hjá heimamönnum. Sigur Hauka var svo sannarlega verðskuldaður svo ekki sé meira sagt. Hverjar stóðu upp úr? Saga Sif var frábær í markinu og varði hvern boltann á fætur öðrum en af sjálfsögðu hjálpaði góður varnarleikur hjálpaði henni líka mikið. Í fyrri hálfleik var Maria Innes í algjörum sérflokki í sókninni en dalaði töluvert í þeim seinni. Einmitt þá steig Karen Helga upp svo um munaði en hún dró sóknarleikinn áfram síðasta hálftíman. Enginn hjá Fram á sérstaklega skilið að fá tilnefningu en þó skoraði Ragnheiður Júlíusdóttir 11 mörk en heilt yfir hefur hún átt mun betri leiki en í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var afleiddur. Endalausar klaufasendingar sem drápu niður hraðar sóknir, misheppnaðar sendingar sem fóru útaf frekar en á samherja og skrýtin skot sem gerðu Sögu auðvelt fyrir að verja. Þetta var ekki góður leikur hjá Fram. Þær töpuðu hinsvegar „bara“ með þremur mörkum sem á skrýtinn hátt sýnir hversu sterkt þetta lið getur verið. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, hlýtur að rífa þær upp úr volæði kvöldsins fyrir fyrsta leik deildarinnar sem fram fer á þriðjudaginn gegn Selfyssingum. Hvað gerist næst? Sem fyrr segir mætir Fram liði Selfoss á þriðjdaginn en Haukar hefja mót gegn HK, einnig á þriðjdaginn. Stefán Arnarsson: Leikurinn illa uppsettur hjá mér „Alltaf leiðinlegt að tapa þegar bikar er í boði en Haukar áttu þetta skilið,“ sagði Stefán, þjálfari Fram, áður en hann tók ábyrgð á slökum leik síns liðs. „Við spiluðum ekki sem lið og leikurinn var illa uppsettur hjá mér sem fór illa í leikmenn og þessv egna töpuðum við,“ sagði Stefán en leikmenn Fram virtust láta pirringin fara með sig á löngum köflum leiksins. „Allir sem sjá þennan leik sjá að þessi leikur var ekki vel uppsettur af minni hálfu,“ sagði Stefán sem átti í smá orðaskakki við dómara undir lokin og fékk fyrir gult spjald. Hann sagði það einungis hafa verið í hita leiksins. „Mér fannst höndin oftar koma á okkur og að þær máttu vera lengur með boltann en það var bara tilfinning sem ég var með. Dómararnir voru mjög góðir.“ Karen Knútsdóttir: Vorum bara á hælunum – Ólíkar okkur „Alltaf ömurlegt að tapa og sérstaklega þegar við spilum svona illa. En Haukarnir voru bara betri í dag og eiga þetta skilið,“ sagði hreinskilin Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir 22-19 tap liðsins gegn Haukum í kvöld. „Þetta var hægur leikur og mér fannst þær komast upp með að drepa „tempóið“ alltof mikið niður. En við vorum bara á hælunum. Köstuðum boltanum mikið frá okkur og vorum bara ólíkar okkur,“ sagði Karen sem fannst Fram aldrei ná Haukum þrátt fyrir að liðið jafnaði leikinn undir lokinn. „Ég held þetta hafi bara verið of seint. Þær slökuðu aðeins á en mér fannst við aldrei ná þeim,“ sagði Karen sem segir það klárt mál að Fram verði að bæta sig fyrir næsta leik. „Leiðinlegt að byrja svona. Það er stutt í næsta leik en við lítum ekki vel út eins og staðan er í dag.“ Elías Már: Góður stígandi hjá okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í kvöld. Spiluðum góða vörn og agaðan sóknarleik,“ sagði kátur Elías Már, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Höfum æft vel og það hefur verið góður stígandi undanfarnar vikur. Það er margt sem við getum lagað. Nokkrir tæknifeilar sem er kannski bara eðlilegt á þessum tímapunkti en miðað við árstíma var ég ánægður með frammistöðuna,“ sagði Elías en Haukar mæta HK í fyrsta leik liðsins í Olís deildinni næsta þriðjudag. Karen Helga: Eigum mikið inni „Þetta var ágætis sigur en við eigum mikið inni. Myndi ekki segja að við höfum verið að spila á okkar bestu getu,“ sagði Karen Helga, sem skoraði sjö mörk fyrir Hauka í kvöld. „Það er svolítið spes að vera Meistari Meistaranna þegar þú varst ekki meistari síðasta vetur en okkur langaði í þennan bikar,“ sagði Karen. Haukar fengu silfrið í Coca-Cola bikarnum sem gaf þeim þáttökurétt í kvöld þar sem Fram unnu Íslandsmeistara og Bikartitilinn síðasta vetur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti