Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. september 2018 07:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
„Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira