Skilyrðin þau umfangsmestu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2018 13:00 Sameinað félag Haga og Olís hefur skuldbundið sig til þess að selja þrjár Bónusverslanir, fimm eldsneytisstöðvar Olís og ÓB og dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi. Þegar eru kaupendur fundnir að eignunum. Vísir/Valli Skilyrðin sem Samkeppniseftirlitið hefur sett fyrir yfirtöku Haga á Olís eru líklegast þau umfangsmestu sem sett hafa verið fram í samrunamálum hér á landi, að sögn Eggerts B. Ólafssonar, sérfræðings í samkeppnisrétti. Hann segir skilyrðin þó ekki hafa komið á óvart. Legið hafi fyrir frá upphafi að eftirlitið vilji tryggja að aukin samþætting á eldsneytis- og matvörumarkaði torveldi ekki aðgang nýrra keppinauta að mörkuðunum. Hagar hafa þegar fundið kaupendur að þeim eignum sem verslunarrisanum ber, að kröfu Samkeppniseftirlitsins, að selja en um er að ræða þrjár Bónusverslanir, á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni, fimm eldsneytisstöðvar ÓB og Olís og eina dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi. „Söluskilyrði sem þessi eru ný af nálinni í samrunamálum hér á landi. Við höfum ekki séð mikið af slíku,“ segir Eggert og bætir við að almennt sé talið að skilyrði um sölu eigna séu áhrifaríkari en skilyrði um tiltekna hegðun fyrirtækja. „Í erlendum samanburði eru skilyrðin í þessu samrunamáli þó ekkert rosalega umfangsmikil,“ nefnir hann. Kaup Haga á Olís, sem var fyrst tilkynnt um í apríl í fyrra, munu þó ekki ganga endanlega í gegn fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur metið hæfi kaupenda áðurnefndra eigna. Vonir stjórnenda Haga standa til þess að hæfismatinu verði lokið í síðasta lagi um miðjan nóvember. Eggert segir að Samkeppniseftirlitið muni meðal annars taka til skoðunar hvort mögulegir kaupendur að verslununum og eldsneytisstöðvunum séu nógu öflugir til þess að geta veitt Högum og öðrum keppinautum samkeppni. Í sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins er sem dæmi gerð sú krafa að kaupendur búi yfir „nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti til bæði skemmri og lengri tíma veitt keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“. Eggert segir hins vegar að það sé vafamál hvort slíkum kaupendum sé yfirhöfuð til að dreifa hér á landi í ljósi smæðar landsins. Miklu skipti jafnframt hve vænlegar eignirnar séu til sölu. Fram kemur í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í tilefni sáttarinnar við Haga að eftirlitið hafi talið óvissu ríkja um „söluvænleika“ þeirra eigna sem Hagar buðust til að selja til þess að liðka fyrir kaupunum. Af þeim sökum gerði eftirlitið þá kröfu að Högum yrði óheimilt að taka yfir eignir Olís fyrr en samningar liggja fyrir við „öfluga kaupendur“ að eignunum, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ríflega mánuður er síðan samkeppnisyfirvöld samþykktu kaup N1 á Festi en rétt eins og í samrunamáli Haga og Olís kröfðust yfirvöld þess að N1 seldi frá sér tilteknar eignir, svo sem fimm bensínstöðvar, þar á meðal þrjár undir merkjum Dælunnar, og verslun Kjarvals á Hellu. Fjárfestar hafa sýnt bensínstöðvunum mikinn áhuga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en N1 hefur níu mánuði til þess að selja stöðvarnar. Fjárfestar tóku afar vel í tíðindin af samþykki Samkeppniseftirlitsins en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Högum um 3,3 prósent í ríflega 420 milljóna viðskiptum í gær. Ráðgjafar verslunarrisans gera ráð fyrir að samlegðaráhrif f kaupunum á Olís muni nema um 600 milljónum króna á ársgrundvelli eða sem jafngildir um 3 prósentum af samanlögðum rekstrarkostnaði félaganna tveggja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Skilyrðin sem Samkeppniseftirlitið hefur sett fyrir yfirtöku Haga á Olís eru líklegast þau umfangsmestu sem sett hafa verið fram í samrunamálum hér á landi, að sögn Eggerts B. Ólafssonar, sérfræðings í samkeppnisrétti. Hann segir skilyrðin þó ekki hafa komið á óvart. Legið hafi fyrir frá upphafi að eftirlitið vilji tryggja að aukin samþætting á eldsneytis- og matvörumarkaði torveldi ekki aðgang nýrra keppinauta að mörkuðunum. Hagar hafa þegar fundið kaupendur að þeim eignum sem verslunarrisanum ber, að kröfu Samkeppniseftirlitsins, að selja en um er að ræða þrjár Bónusverslanir, á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni, fimm eldsneytisstöðvar ÓB og Olís og eina dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi. „Söluskilyrði sem þessi eru ný af nálinni í samrunamálum hér á landi. Við höfum ekki séð mikið af slíku,“ segir Eggert og bætir við að almennt sé talið að skilyrði um sölu eigna séu áhrifaríkari en skilyrði um tiltekna hegðun fyrirtækja. „Í erlendum samanburði eru skilyrðin í þessu samrunamáli þó ekkert rosalega umfangsmikil,“ nefnir hann. Kaup Haga á Olís, sem var fyrst tilkynnt um í apríl í fyrra, munu þó ekki ganga endanlega í gegn fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur metið hæfi kaupenda áðurnefndra eigna. Vonir stjórnenda Haga standa til þess að hæfismatinu verði lokið í síðasta lagi um miðjan nóvember. Eggert segir að Samkeppniseftirlitið muni meðal annars taka til skoðunar hvort mögulegir kaupendur að verslununum og eldsneytisstöðvunum séu nógu öflugir til þess að geta veitt Högum og öðrum keppinautum samkeppni. Í sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins er sem dæmi gerð sú krafa að kaupendur búi yfir „nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti til bæði skemmri og lengri tíma veitt keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“. Eggert segir hins vegar að það sé vafamál hvort slíkum kaupendum sé yfirhöfuð til að dreifa hér á landi í ljósi smæðar landsins. Miklu skipti jafnframt hve vænlegar eignirnar séu til sölu. Fram kemur í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í tilefni sáttarinnar við Haga að eftirlitið hafi talið óvissu ríkja um „söluvænleika“ þeirra eigna sem Hagar buðust til að selja til þess að liðka fyrir kaupunum. Af þeim sökum gerði eftirlitið þá kröfu að Högum yrði óheimilt að taka yfir eignir Olís fyrr en samningar liggja fyrir við „öfluga kaupendur“ að eignunum, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ríflega mánuður er síðan samkeppnisyfirvöld samþykktu kaup N1 á Festi en rétt eins og í samrunamáli Haga og Olís kröfðust yfirvöld þess að N1 seldi frá sér tilteknar eignir, svo sem fimm bensínstöðvar, þar á meðal þrjár undir merkjum Dælunnar, og verslun Kjarvals á Hellu. Fjárfestar hafa sýnt bensínstöðvunum mikinn áhuga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en N1 hefur níu mánuði til þess að selja stöðvarnar. Fjárfestar tóku afar vel í tíðindin af samþykki Samkeppniseftirlitsins en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Högum um 3,3 prósent í ríflega 420 milljóna viðskiptum í gær. Ráðgjafar verslunarrisans gera ráð fyrir að samlegðaráhrif f kaupunum á Olís muni nema um 600 milljónum króna á ársgrundvelli eða sem jafngildir um 3 prósentum af samanlögðum rekstrarkostnaði félaganna tveggja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00