Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 20:54 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. vísir/vilhelm „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Þá svaraði Bjarni fyrir gagnrýni á að útgjöld ríkisins hefði aukist og að báknið svokallað væri að blása út, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, komst að orði í sinni ræðu. Sagði Bjarni að slíkt væri af og frá. „Þrátt fyrir útgjaldavöxtinn sem er oft nefndur til sögunnar þá hafa útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu ekki aukist sem nokkru nemur. Á þann mælikvarða er báknið ekkert að vaxa. Það sem er að gerast er að okkur er að vaxa styrkur til þess að sinna samfélagslegum verkefnum,“ sagði Bjarni. Sagði hann það vera fagnaðarefni sem myndi skila sér í að íslenska þjóðin gæti keypt betri lyf, keypt fullkomnari þyrlur fyrir Landhelgisgæslunna og tæknilegri sjúkrahús svo dæmi væru tekin. „Við höfum aukinn styrk til þess að bera þyngir byrðar,“ sagði Bjarni sem minntist einnig á að ríkissjóður hafi létt af sér skuldum upp á 660 milljörðum á síðustu árum auk 140 milljarða sem greiddir hafi verið fyrirfram inn á ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. Samanlagt hafi því verið létt á 800 milljarða skuld sem annars hefði verið velt yfir á framtíðarkynslóðir. „Við stöndum í dag á sterkari grunni en áður var,“ sagði Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
„Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Þá svaraði Bjarni fyrir gagnrýni á að útgjöld ríkisins hefði aukist og að báknið svokallað væri að blása út, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, komst að orði í sinni ræðu. Sagði Bjarni að slíkt væri af og frá. „Þrátt fyrir útgjaldavöxtinn sem er oft nefndur til sögunnar þá hafa útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu ekki aukist sem nokkru nemur. Á þann mælikvarða er báknið ekkert að vaxa. Það sem er að gerast er að okkur er að vaxa styrkur til þess að sinna samfélagslegum verkefnum,“ sagði Bjarni. Sagði hann það vera fagnaðarefni sem myndi skila sér í að íslenska þjóðin gæti keypt betri lyf, keypt fullkomnari þyrlur fyrir Landhelgisgæslunna og tæknilegri sjúkrahús svo dæmi væru tekin. „Við höfum aukinn styrk til þess að bera þyngir byrðar,“ sagði Bjarni sem minntist einnig á að ríkissjóður hafi létt af sér skuldum upp á 660 milljörðum á síðustu árum auk 140 milljarða sem greiddir hafi verið fyrirfram inn á ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. Samanlagt hafi því verið létt á 800 milljarða skuld sem annars hefði verið velt yfir á framtíðarkynslóðir. „Við stöndum í dag á sterkari grunni en áður var,“ sagði Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20