Umdeildar leiguþyrlur fá grænt ljós frá áhöfnum Gæslunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. september 2018 07:15 Super Puma af þeirri gerð sem leysa á tvær núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar af hólmi. „Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
„Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira