Bókafólk með hjartað í buxunum Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 10:09 Egill Örn vill spara yfirlýsingarnar þar til ríkisstjórnin sýnir spilin en viðurkennir að hann er verulega áhyggjufullur vegna þessarar óvæntu vendingar. Útgefendur og þeir sem starfa að útgáfu bóka er furðulostið vegna óvæntrar stefnubreytingar sem orðið hefur í málum þeirra. Við kynningu á næstu fjárlögum kom í ljós að loforð um niðurfellingu virðisaukaskatts er að engu orðið en hins vegar er talað um beinan styrk til útgáfunnar.Verulegar áhyggjur meðal þeirra í bókaútgáfu Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins, stærstu bókaútgáfu landsins og fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sem slíkur var hann í stöðugu sambandi við stjórnvöld og þá einkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Sem hafði uppi fróm orð um aðgerðir í þágu bókaútgáfu. Bókafólk fagnaði innilega þegar þetta lá fyrir og talaði formaðurinn þá um stórkostleg tíðindi. Og beindi bljúgum þökkum til Lilju: „Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“ Egill Örn játar fúslega að hann, og aðrir þeir sem starfa að bókaútgáfu, séu hreinlega með hjartað í buxunum vegna hinna óvæntu tíðinda nú í morgun. Fram hefur komið að bókaútgáfa á mjög undir högg að sækja og sáu margir niðurfellingu virðisaukaskatts sem svo að greininni væri þar með komið fyrir vind.Horfið frá því sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála „Nú stendur í fjárlögum að hætt hafi verið við niðurfellingu virðisaukaskatts en í staðinn verði tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur. Hvað felst í því veit ég ekki en geng út frá því að það verður ekki lakara en yrði með afnámi virðisaukaskatts. Allt annað yrði reiðarslag fyrir greinina.Nú býð ég spenntur eftir því að ríkisstjórnin sýni á þau spil sem ég geri ráð fyrir að verði á næstu klukkutímum eða dögum, segir Egill áhyggjufullur. Spurður um hvort þetta megi ekki heita svik við loforðum af hálfum menntamálaráðherra segir hann: „Það stendur beinlínis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að byrjað yrði á að afnema virðisaukaskatt á bókum. Nú er ljóst að um stefnubreytingu er að ræða. Hvað það felur nákvæmlega í sér veit ég ekki en ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn þar til ríkisstjórnin sýnir á spilin.“Bíður milli vonar og ótta þess að ríkisstjórnin sýni spilin Egill Örn vill ekki gefa mikið fyrir það hvort það að horfið hafi verið frá afnámi virðisaukaskatt, sem er almenn aðgerð, og litið til beinna styrkja feli ekki í sér aukin ríkisafskipti af bókaútgáfu. „Nei, það myndi ég kalla með öðrum hætti, önnur aðkoma ríkisins við að rétta hag greinarinnar. En, eins og ég segi, hver nákvæmlega þessi beini stuðningur verður á eftir að koma í ljós. Já, ég er með hjartað í buxunum en það skýrist væntanlega á allra næstu dögum hvað felst í þessari stefnubreytingu,“ segir Egill Örn sem vill spara yfirlýsingarnar þar til það liggur fyrir. Fjárlagafrumvarp 2019 Menning Tengdar fréttir Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Útgefendur og þeir sem starfa að útgáfu bóka er furðulostið vegna óvæntrar stefnubreytingar sem orðið hefur í málum þeirra. Við kynningu á næstu fjárlögum kom í ljós að loforð um niðurfellingu virðisaukaskatts er að engu orðið en hins vegar er talað um beinan styrk til útgáfunnar.Verulegar áhyggjur meðal þeirra í bókaútgáfu Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins, stærstu bókaútgáfu landsins og fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sem slíkur var hann í stöðugu sambandi við stjórnvöld og þá einkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Sem hafði uppi fróm orð um aðgerðir í þágu bókaútgáfu. Bókafólk fagnaði innilega þegar þetta lá fyrir og talaði formaðurinn þá um stórkostleg tíðindi. Og beindi bljúgum þökkum til Lilju: „Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“ Egill Örn játar fúslega að hann, og aðrir þeir sem starfa að bókaútgáfu, séu hreinlega með hjartað í buxunum vegna hinna óvæntu tíðinda nú í morgun. Fram hefur komið að bókaútgáfa á mjög undir högg að sækja og sáu margir niðurfellingu virðisaukaskatts sem svo að greininni væri þar með komið fyrir vind.Horfið frá því sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála „Nú stendur í fjárlögum að hætt hafi verið við niðurfellingu virðisaukaskatts en í staðinn verði tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur. Hvað felst í því veit ég ekki en geng út frá því að það verður ekki lakara en yrði með afnámi virðisaukaskatts. Allt annað yrði reiðarslag fyrir greinina.Nú býð ég spenntur eftir því að ríkisstjórnin sýni á þau spil sem ég geri ráð fyrir að verði á næstu klukkutímum eða dögum, segir Egill áhyggjufullur. Spurður um hvort þetta megi ekki heita svik við loforðum af hálfum menntamálaráðherra segir hann: „Það stendur beinlínis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að byrjað yrði á að afnema virðisaukaskatt á bókum. Nú er ljóst að um stefnubreytingu er að ræða. Hvað það felur nákvæmlega í sér veit ég ekki en ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn þar til ríkisstjórnin sýnir á spilin.“Bíður milli vonar og ótta þess að ríkisstjórnin sýni spilin Egill Örn vill ekki gefa mikið fyrir það hvort það að horfið hafi verið frá afnámi virðisaukaskatt, sem er almenn aðgerð, og litið til beinna styrkja feli ekki í sér aukin ríkisafskipti af bókaútgáfu. „Nei, það myndi ég kalla með öðrum hætti, önnur aðkoma ríkisins við að rétta hag greinarinnar. En, eins og ég segi, hver nákvæmlega þessi beini stuðningur verður á eftir að koma í ljós. Já, ég er með hjartað í buxunum en það skýrist væntanlega á allra næstu dögum hvað felst í þessari stefnubreytingu,“ segir Egill Örn sem vill spara yfirlýsingarnar þar til það liggur fyrir.
Fjárlagafrumvarp 2019 Menning Tengdar fréttir Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09