Ætla að gera KA-húsið svart í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 14:00 Auglýsing fyrir leikinn. Mynd/http://www.ka.is/ Það má búast við troðfullu húsi og æsispennandi leik í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar nýliðarnir mætast í KA-húsinu á Akureyri. Lið Akureyrar og KA komu bæði upp úr Grill 66 deild karla síðasta vor og mætast í fyrsta leik sínum í efstu deild í vetur. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. KA-menn hafa ráðlagt fólki að kaupa miða í forsölu því annars gætu verið engir miðar í boði. „Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá,“ segir í Twitter-færslu KA-manna. Síðustu fréttir frá Akureyri eru að það séu örfáir miðar eftir.Mikil eftirvænting er fyrir stórslag KA og Akureyrar annaðkvöld í #olisdeildin. Til að sporna gegn löngum biðröðum bjóðum við upp á forsölu aðgöngumiða í KA-Heimilinu á morgun milli kl. 10 og 16. Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá, tryggðu þér miða sem fyrst! pic.twitter.com/cLaHRCSVB5 — KA (@KAakureyri) September 9, 2018 Akureyringar ætla að fjölmenna í KA-húsið og munu reyna að kæfa gula litinn hjá KA-mönnum ef marka má Twitter-reikning Handboltafélags Akureyrar. „Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs,“ segir í færslu þeirra sem má sjá hér fyrir neðan.Ef þú styður AHF þurfum við á þér að halda í KA-húsið á morgun, mánudaginn 10.september‼️ Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs Mikilvægt að mæta tímanlega því húsið rúmar ekki marga. Í fyrra komust færri að en vildu#AkureyriHandbolti#olisdeildinpic.twitter.com/UpvtxC1rA0 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) September 9, 2018Þetta er í fyrsta sinn sem KA og Akureyri mætast í efstu deild karla í handbolta og jafnframt fyrsti Akureyrarslagurinn í efstu deild karla síðan 16. desember 2005. Þá unnu KA-menn eins marks sigur, 26-25, í Höllinni á Akureyri. Veturinn eftir voru KA og Þór komin í samstarf undir merkjum Handboltafélags Akureyrar en vorið 2017 slitnaði upp úr samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag og stofnuðu KA-menn sitt eigið lið á meðan Þórsarar héldu áfram að spila undir merkjum Akureyrar. Akureyri er með upphitun fyrir leikinn á heimasíðu sinni og þar kemur fram að það eru miklar tengingar á milli liðanna. „Til að mynda er fyrirliði KA-manna, Andri Snær Stefánsson, leikjahæsti leikmaður í sögu Akureyrar Handboltafélags. Í leikmannahópi KA má finna fleiri goðsagnir úr sögu AHF og ber þar helsta að nefna gömlu brýnin Heimi Örn Árnason og Hrein Þór Hauksson,“ segir í fréttinni. Þegar liðin mættust á sama stað í upphafi síðustu leiktíðar í Grill 66 deild karla vann KA 10-0 sigur eftir að leikurinn hafði endað með 19-19 jafntefli. Í síðari leik liðanna vann Akureyri fjögurra marka sigur, 24-20, fyrir framan meira en 1100 áhorfendur í Íþróttahöllinni. KA-menn auglýsa líka leikinn á heimasíðu sinni og kalla leikinn „baráttuna um bæinn“ en það má lesa upphitun þeirra með því að smella hér. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Það má búast við troðfullu húsi og æsispennandi leik í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar nýliðarnir mætast í KA-húsinu á Akureyri. Lið Akureyrar og KA komu bæði upp úr Grill 66 deild karla síðasta vor og mætast í fyrsta leik sínum í efstu deild í vetur. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. KA-menn hafa ráðlagt fólki að kaupa miða í forsölu því annars gætu verið engir miðar í boði. „Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá,“ segir í Twitter-færslu KA-manna. Síðustu fréttir frá Akureyri eru að það séu örfáir miðar eftir.Mikil eftirvænting er fyrir stórslag KA og Akureyrar annaðkvöld í #olisdeildin. Til að sporna gegn löngum biðröðum bjóðum við upp á forsölu aðgöngumiða í KA-Heimilinu á morgun milli kl. 10 og 16. Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá, tryggðu þér miða sem fyrst! pic.twitter.com/cLaHRCSVB5 — KA (@KAakureyri) September 9, 2018 Akureyringar ætla að fjölmenna í KA-húsið og munu reyna að kæfa gula litinn hjá KA-mönnum ef marka má Twitter-reikning Handboltafélags Akureyrar. „Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs,“ segir í færslu þeirra sem má sjá hér fyrir neðan.Ef þú styður AHF þurfum við á þér að halda í KA-húsið á morgun, mánudaginn 10.september‼️ Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs Mikilvægt að mæta tímanlega því húsið rúmar ekki marga. Í fyrra komust færri að en vildu#AkureyriHandbolti#olisdeildinpic.twitter.com/UpvtxC1rA0 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) September 9, 2018Þetta er í fyrsta sinn sem KA og Akureyri mætast í efstu deild karla í handbolta og jafnframt fyrsti Akureyrarslagurinn í efstu deild karla síðan 16. desember 2005. Þá unnu KA-menn eins marks sigur, 26-25, í Höllinni á Akureyri. Veturinn eftir voru KA og Þór komin í samstarf undir merkjum Handboltafélags Akureyrar en vorið 2017 slitnaði upp úr samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag og stofnuðu KA-menn sitt eigið lið á meðan Þórsarar héldu áfram að spila undir merkjum Akureyrar. Akureyri er með upphitun fyrir leikinn á heimasíðu sinni og þar kemur fram að það eru miklar tengingar á milli liðanna. „Til að mynda er fyrirliði KA-manna, Andri Snær Stefánsson, leikjahæsti leikmaður í sögu Akureyrar Handboltafélags. Í leikmannahópi KA má finna fleiri goðsagnir úr sögu AHF og ber þar helsta að nefna gömlu brýnin Heimi Örn Árnason og Hrein Þór Hauksson,“ segir í fréttinni. Þegar liðin mættust á sama stað í upphafi síðustu leiktíðar í Grill 66 deild karla vann KA 10-0 sigur eftir að leikurinn hafði endað með 19-19 jafntefli. Í síðari leik liðanna vann Akureyri fjögurra marka sigur, 24-20, fyrir framan meira en 1100 áhorfendur í Íþróttahöllinni. KA-menn auglýsa líka leikinn á heimasíðu sinni og kalla leikinn „baráttuna um bæinn“ en það má lesa upphitun þeirra með því að smella hér.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira