Lifði af hryðjuverkin í Útey: „Lifðum af því hann var upptekinn að skjóta aðra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2018 13:30 Kamzy verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í Útey Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í Útey Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira