Líkti tapinu á móti Sviss við stórtap Brasilíumanna á HM 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 10:49 David Luiz liggur í grasinu eftir 7-1 tap á móti Þýskalandi í undanúrslitum á HM 2014. Vísir/Getty Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén. HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén.
HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira