„Ef þú hefur efni á því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 20:30 Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49