Ekki áhugi á að afnema milljónahlunnindin Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. september 2018 08:45 Andrés Ingi vill ekki afnema núverandi fyrirkomulag. Fréttablaðið/Eyþór Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira