Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 19:52 Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun. Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun.
Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira