Það er hægt að byggja á þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 08:30 Sænsku varnarmennirnir beittu ýmsum brögðum til að stöðva Lovísu Thompson sem lék afar vel. Fréttablaðið/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira