Það er hægt að byggja á þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 08:30 Sænsku varnarmennirnir beittu ýmsum brögðum til að stöðva Lovísu Thompson sem lék afar vel. Fréttablaðið/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira