Snýr West Wing aftur? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 13:30 Helstu leikarar þáttanna sem allir virðast vera til í að snúa aftur að undanskildum John Spencer (4. frá vinstri) sem lést er þættirnir voru enn í framleiðslu. Vísir/Getty Ummæli leikarans Bradley Whitford um að hann sé tilbúinn til þess að snúa aftur til þess að leika í nýrri gerð sjónvarpsþáttanna vinsælu West Wing hafa vakið upp umræðu um að til standi að endurvekja þættina. Allt veltur það hins vegar á höfundi og skapara þáttanna, Aaron Sorkin, sem meðal annars hefur nýlega sagst vera með hugmynd um hvernig það væri hægt. Þættirnir voru sýndir á NBC-sjónvarpstöðinni, og á RÚV hér á landi, á árunum 1999 til 2006 og urðu þeir afar vinsælir. Þar var fylgst með Jed Bartlett, forseta Bandaríkjanna sem leikinn var af Martin Sheen, og starfsmönnum hans í Hvíta húsinu feta sig í gegnum hinar margþættu áskoranir sem fylgja bandarískum stjórnmálum. Eru vinsældirnar að einhverju leyti raktar til þess að forsetinn sem Sheen lék var að mörgu leyti algjör andstæða George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Fyrir marga áhorfendur var West Wing því klukkutíma athvarf frá ævintýrum Bush, sem varð æ óvinsælli eftir því sem leið á forsetatíð hans sem stóð frá 2000 til 2008.Þættirnir voru margverðlaunaðir.Vísir/GettyAthvarf fyrir andstæðinga Bush Þegar Barack Obama var forseti á árunum 2008 til 2016 heyrðust hins vegar ekki mörg köll um að endurvekja ætti þættina en skömmu eftir að Donald Trump tók við lyklunum af Hvíta húsinu varð umræða um slíkt háværari.Ef til vill má rekja það til þess að helsti markhópur þáttanna var fólk með háskólagráðu. Rannsóknir sýna að slíkt fólk sé líklegra til þess að kjósa demókrata í kosningum í Bandaríkjunum. Því kemur það mögulega ekki á óvart að áhorfendahópur West Wing kalli eftir endurgerð, svo að meðlimir hópsins geti fengið svipað athvarf og menntaðir demókratar fengu með þáttunum þegar Bush varð forseti.„Það væri frábært að fá West Wing aftur á þessum tíma fyrir alla þá sem eru ósáttir við það sem er í gangi í dag.“ Þetta var haft eftir Allison Janney, sem lék C.J. Cregg blaðafulltrúa forsetans, í viðtali árið 2017 þar sem hún efaðist reyndar um að endugerð þáttannna væri möguleg þar sem leikararnir væru orðnir of gamlir, vesturálma Hvíta hússins væri staður fyrir ungt hugsjónafólk.Ekki gert án aðkomu Sorkin Frá 2017, og raunar fyrr en það, hafa leikarar þáttanna í sífellu strítt aðdáendahópnum og ýjað að því að endurgerð sé í vændum. Bæði hafa leikarnir komið saman til þess að leika í stuttum auglýsingum til stuðnings tiltekinna málefna auk þess sem að Sorkin sjálfur hefur rætt hugmyndina í viðtölum. Algjör grunnforsenda fyrir því að þættirnir verði endurgerðir er þátttaka Sorkins sem bjó til þættina og skrifaði þá. Sorkin er líklega þekktasti handritshöfundur Hollywood, höfundur mynda á borð við A Few Good Men og The Social Network, en Sorkin halut óskarsverðlaunin fyrir handrititið að þeirri mynd. Sjálfir hafa leikararnir mært Sorkin fyrir handritin sem hann dældi út, en hann skrifaði nær alla þættina fram að fimmtu þáttaröð þáttanna.Var hann undir miklu álagi og hætti afskiptum af þáttunum eftir fjórðu seríuna. Fyrir þá sem horft hafa á hættina er augljóst að gæðum þáttanna hrakaði eftir að Sorkin hætti, þrátt fyrir að West Wing héldi vinsældum sínum. Sjálfir hafa leikarnir talað um það í viðtölum og því kemur ekki á óvart að gerð sé krafa um það að verði þættirnir endurvaktir, þá verði það undir stjórn Sorkin.Talking reboot. pic.twitter.com/waUkxm10DV — (((New York actor))) (@JoshMalina) July 12, 2018Kominn með fastmótaða hugmynd en samt í ákveðnum vanda Sjálfur hefur Sorkin aldrei útilokað að þættirnir verði endurvaktir og raunar hefur hann gefið hugmyndinni byr undir báða vængi. Hann hefur nefnilega ákveðna hugmynd um hvernig hægt sé að endurvekja þættina.„Sterling K. Brown leikur forsetann og það er eitthvað í gangi, eitthvað neyðartilvik eða mjög viðkvæm staða og mögulegt stríð og Bartlett, sem er löngu kominn á eftirlaun, kemur inn til þess að hjálpa eins og Richard Nixon gerði fyrir Bill Clinton.“ Sagði Sorkin í viðtali við The Hollywood Reporter á síðasta ári. Þar sagði hann einnig að ef hann myndi finna leið til þess að gera þættina án þess að það myndi líta út eins „Brady-Bunch endurvakning“ myndi hann gera það. Vandamálið við hugmyndina um Brown sem forseta, sem getið hefur sér gott orð fyrir leik sinn í þáttunum This Is Us, er að Sorkin segist eiga í erfiðleikum með að finna leið inn í þættina fyrir starfsfólk Bartlett sem lék lykilhlutverk í þáttunum, þar á meðal Janney sem og áðurnefndan Whitford sem lék Josh Lyman, einn helsta ráðgjafa forsetans, auk fjölda annarra leikara. Sjálfur er Brown til í hlutverkið.#AaronSorkin if you are serious, sir, I would be honored! https://t.co/7lZ3aocK95 — Sterling K Brown (@SterlingKBrown) November 29, 2017NBC til í slaginn hvenær sem er Í áðurnefndu viðtali við Sorkin kemur fram að NBC-sjónvarpstöðin hafi sagt við hann að sé hann tilbúinn til þess að endurvekja þáttinn þurfi hann bara að nefna það, sjónvarpsstöðin sé klár og að Sorkin megi ráða því hvernig það verði gert. Þetta staðfesti Bob Greenblatt sem nýverið hætti sem forstjóri NBC í nýlegu viðtali. „Ef Aaron segir: „Ég er til í að gera þetta og ég get komið með gömlu leikarana“, þá myndum við að sjálfsögðu stökkva á það,“ sagði Greenblatt. Það myndi passa ágætlega inn í tískuna í sjónvarpsiðnaðinum vestra þar sem endurgerðir verða æ algengari, má þar nefna endurvakningu þáttanna Will og Grace sem og skammlífa uppfærslu á þáttunum Roseanne sem var snarlega kippt af dagskrá eftir umdeild ummæli aðalleikkonunnar. Sjálfur var Greenblatt þó ekkert sérstaklega bjartsýnn en í áðurnefndu viðtali sagðist hann að þrátt fyrir að „allir vildu“ að NBC myndi endurvekja þættina myndi það „líklega aldrei gerast“. Og þannig er staðan í dag og þurfa því aðdáendur þáttanna því enn sem komið er að sætta sig við dagdrauma um að sjá Bartlett og félaga ganga eftir göngum Hvíta hússins á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni Hollywoodleikarinn Rob Lowe flaug í sömu flugvél og einn hryðjuverkamannanna sem stóð að baki árásunum 11. september 2001. Þetta gerðist ellefu dögum áður en árásirnar voru gerðar. Þetta upplýsti leikarinn nýlega. Lowe telur að í þessari flugferð hafi hryðjuverkamennirnir verið að undirbúa árásirnar. 4. maí 2011 22:17 Leikarinn Hugh Dane er látinn Dane var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem öryggisvörðurinn Hank í sjónvarpsþáttunum The Office. 5. júní 2018 17:06 Leikkona úr Desperate Housewives látin Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey. 3. júní 2012 15:03 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Ummæli leikarans Bradley Whitford um að hann sé tilbúinn til þess að snúa aftur til þess að leika í nýrri gerð sjónvarpsþáttanna vinsælu West Wing hafa vakið upp umræðu um að til standi að endurvekja þættina. Allt veltur það hins vegar á höfundi og skapara þáttanna, Aaron Sorkin, sem meðal annars hefur nýlega sagst vera með hugmynd um hvernig það væri hægt. Þættirnir voru sýndir á NBC-sjónvarpstöðinni, og á RÚV hér á landi, á árunum 1999 til 2006 og urðu þeir afar vinsælir. Þar var fylgst með Jed Bartlett, forseta Bandaríkjanna sem leikinn var af Martin Sheen, og starfsmönnum hans í Hvíta húsinu feta sig í gegnum hinar margþættu áskoranir sem fylgja bandarískum stjórnmálum. Eru vinsældirnar að einhverju leyti raktar til þess að forsetinn sem Sheen lék var að mörgu leyti algjör andstæða George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Fyrir marga áhorfendur var West Wing því klukkutíma athvarf frá ævintýrum Bush, sem varð æ óvinsælli eftir því sem leið á forsetatíð hans sem stóð frá 2000 til 2008.Þættirnir voru margverðlaunaðir.Vísir/GettyAthvarf fyrir andstæðinga Bush Þegar Barack Obama var forseti á árunum 2008 til 2016 heyrðust hins vegar ekki mörg köll um að endurvekja ætti þættina en skömmu eftir að Donald Trump tók við lyklunum af Hvíta húsinu varð umræða um slíkt háværari.Ef til vill má rekja það til þess að helsti markhópur þáttanna var fólk með háskólagráðu. Rannsóknir sýna að slíkt fólk sé líklegra til þess að kjósa demókrata í kosningum í Bandaríkjunum. Því kemur það mögulega ekki á óvart að áhorfendahópur West Wing kalli eftir endurgerð, svo að meðlimir hópsins geti fengið svipað athvarf og menntaðir demókratar fengu með þáttunum þegar Bush varð forseti.„Það væri frábært að fá West Wing aftur á þessum tíma fyrir alla þá sem eru ósáttir við það sem er í gangi í dag.“ Þetta var haft eftir Allison Janney, sem lék C.J. Cregg blaðafulltrúa forsetans, í viðtali árið 2017 þar sem hún efaðist reyndar um að endugerð þáttannna væri möguleg þar sem leikararnir væru orðnir of gamlir, vesturálma Hvíta hússins væri staður fyrir ungt hugsjónafólk.Ekki gert án aðkomu Sorkin Frá 2017, og raunar fyrr en það, hafa leikarar þáttanna í sífellu strítt aðdáendahópnum og ýjað að því að endurgerð sé í vændum. Bæði hafa leikarnir komið saman til þess að leika í stuttum auglýsingum til stuðnings tiltekinna málefna auk þess sem að Sorkin sjálfur hefur rætt hugmyndina í viðtölum. Algjör grunnforsenda fyrir því að þættirnir verði endurgerðir er þátttaka Sorkins sem bjó til þættina og skrifaði þá. Sorkin er líklega þekktasti handritshöfundur Hollywood, höfundur mynda á borð við A Few Good Men og The Social Network, en Sorkin halut óskarsverðlaunin fyrir handrititið að þeirri mynd. Sjálfir hafa leikararnir mært Sorkin fyrir handritin sem hann dældi út, en hann skrifaði nær alla þættina fram að fimmtu þáttaröð þáttanna.Var hann undir miklu álagi og hætti afskiptum af þáttunum eftir fjórðu seríuna. Fyrir þá sem horft hafa á hættina er augljóst að gæðum þáttanna hrakaði eftir að Sorkin hætti, þrátt fyrir að West Wing héldi vinsældum sínum. Sjálfir hafa leikarnir talað um það í viðtölum og því kemur ekki á óvart að gerð sé krafa um það að verði þættirnir endurvaktir, þá verði það undir stjórn Sorkin.Talking reboot. pic.twitter.com/waUkxm10DV — (((New York actor))) (@JoshMalina) July 12, 2018Kominn með fastmótaða hugmynd en samt í ákveðnum vanda Sjálfur hefur Sorkin aldrei útilokað að þættirnir verði endurvaktir og raunar hefur hann gefið hugmyndinni byr undir báða vængi. Hann hefur nefnilega ákveðna hugmynd um hvernig hægt sé að endurvekja þættina.„Sterling K. Brown leikur forsetann og það er eitthvað í gangi, eitthvað neyðartilvik eða mjög viðkvæm staða og mögulegt stríð og Bartlett, sem er löngu kominn á eftirlaun, kemur inn til þess að hjálpa eins og Richard Nixon gerði fyrir Bill Clinton.“ Sagði Sorkin í viðtali við The Hollywood Reporter á síðasta ári. Þar sagði hann einnig að ef hann myndi finna leið til þess að gera þættina án þess að það myndi líta út eins „Brady-Bunch endurvakning“ myndi hann gera það. Vandamálið við hugmyndina um Brown sem forseta, sem getið hefur sér gott orð fyrir leik sinn í þáttunum This Is Us, er að Sorkin segist eiga í erfiðleikum með að finna leið inn í þættina fyrir starfsfólk Bartlett sem lék lykilhlutverk í þáttunum, þar á meðal Janney sem og áðurnefndan Whitford sem lék Josh Lyman, einn helsta ráðgjafa forsetans, auk fjölda annarra leikara. Sjálfur er Brown til í hlutverkið.#AaronSorkin if you are serious, sir, I would be honored! https://t.co/7lZ3aocK95 — Sterling K Brown (@SterlingKBrown) November 29, 2017NBC til í slaginn hvenær sem er Í áðurnefndu viðtali við Sorkin kemur fram að NBC-sjónvarpstöðin hafi sagt við hann að sé hann tilbúinn til þess að endurvekja þáttinn þurfi hann bara að nefna það, sjónvarpsstöðin sé klár og að Sorkin megi ráða því hvernig það verði gert. Þetta staðfesti Bob Greenblatt sem nýverið hætti sem forstjóri NBC í nýlegu viðtali. „Ef Aaron segir: „Ég er til í að gera þetta og ég get komið með gömlu leikarana“, þá myndum við að sjálfsögðu stökkva á það,“ sagði Greenblatt. Það myndi passa ágætlega inn í tískuna í sjónvarpsiðnaðinum vestra þar sem endurgerðir verða æ algengari, má þar nefna endurvakningu þáttanna Will og Grace sem og skammlífa uppfærslu á þáttunum Roseanne sem var snarlega kippt af dagskrá eftir umdeild ummæli aðalleikkonunnar. Sjálfur var Greenblatt þó ekkert sérstaklega bjartsýnn en í áðurnefndu viðtali sagðist hann að þrátt fyrir að „allir vildu“ að NBC myndi endurvekja þættina myndi það „líklega aldrei gerast“. Og þannig er staðan í dag og þurfa því aðdáendur þáttanna því enn sem komið er að sætta sig við dagdrauma um að sjá Bartlett og félaga ganga eftir göngum Hvíta hússins á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni Hollywoodleikarinn Rob Lowe flaug í sömu flugvél og einn hryðjuverkamannanna sem stóð að baki árásunum 11. september 2001. Þetta gerðist ellefu dögum áður en árásirnar voru gerðar. Þetta upplýsti leikarinn nýlega. Lowe telur að í þessari flugferð hafi hryðjuverkamennirnir verið að undirbúa árásirnar. 4. maí 2011 22:17 Leikarinn Hugh Dane er látinn Dane var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem öryggisvörðurinn Hank í sjónvarpsþáttunum The Office. 5. júní 2018 17:06 Leikkona úr Desperate Housewives látin Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey. 3. júní 2012 15:03 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni Hollywoodleikarinn Rob Lowe flaug í sömu flugvél og einn hryðjuverkamannanna sem stóð að baki árásunum 11. september 2001. Þetta gerðist ellefu dögum áður en árásirnar voru gerðar. Þetta upplýsti leikarinn nýlega. Lowe telur að í þessari flugferð hafi hryðjuverkamennirnir verið að undirbúa árásirnar. 4. maí 2011 22:17
Leikarinn Hugh Dane er látinn Dane var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem öryggisvörðurinn Hank í sjónvarpsþáttunum The Office. 5. júní 2018 17:06
Leikkona úr Desperate Housewives látin Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey. 3. júní 2012 15:03