ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Hörður Ægisson skrifar 26. september 2018 08:00 Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GAMMA. Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent