AGS segir alþjóðlegt viðskiptastríð, olíuverð og miklar launahækkanir ógna stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:21 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira