Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 23:24 Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. EPA/NYEIN CHAN NAING Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum. Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum.
Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“