Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2018 19:12 Hér má sjá loftskeyti af gerðinni S-300, þeirri sömu og Rússar hyggjast senda til S'yrlands. Myndin er tekin á hersýningu í Moskvu þar sem því var fangað að 71 ár er liðið frá sigri Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld. Vísir/AP Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54