Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2018 19:12 Hér má sjá loftskeyti af gerðinni S-300, þeirri sömu og Rússar hyggjast senda til S'yrlands. Myndin er tekin á hersýningu í Moskvu þar sem því var fangað að 71 ár er liðið frá sigri Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld. Vísir/AP Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54