Kaldasta septembernótt í níu ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 15:58 Fjöldi höfuðborgarbúa þurfti að skafa af framrúðum bíla sinna eftir næturfrostið. Vísir/Stefán Óli Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum. Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira
Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum.
Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira