Samkvæmt IRNA, ríkisrekinni fréttastofu í landinu, voru árásarmennirnir klæddir í einkennisbúninga og dulbúnir sem verðir. Þá eiga þeir að hafa gert her- og lögreglumenn sem stóðu og fylgdust með skrúðgöngunni að skotmörkum sínum.
Að minnsta kosti átta meðlimir úr íranska hernum létust og 20 særðust. Samkvæmt írönskum yfirvöldum voru börn og blaðamenn einnig meðal þeirra sem létust í árásinni.
Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, hefur kennt öðrum mið-Austurlandaríkjum og „bandarískum drottnurum þeirra“ um árásirnar. Þá sagði hann á Twitter að Íran myndi „bregðast við fljótt og af ákveðni til varnar írönskum lífum.“
Terrorists recruited, trained, armed & paid by a foreign regime have attacked Ahvaz. Children and journos among casualties. Iran holds regional terror sponsors and their US masters accountable for such attacks. Iran will respond swiftly and decisively in defense of Iranian lives. pic.twitter.com/WG1J1wgVD9
— Javad Zarif (@JZarif) September 22, 2018